Hasselblad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hasselblad AB er sænskt fyrirtæki, heimsþekkt fyrir hágæða myndavélar og ljósmyndabúnað, upphaflega stofnað 1841 af Fritz Wictor Hasselblad, sem heildsala. Victor Hasselblad tók yfir stjórn fyrirtækisins 1942 og setti árið 1948 á markað fyrstu myndavél sína fyrir almenning Hasselblad 1600F. Áður hafði Victor framleitt myndaélar fyrir sænska herinn. Fyrirtækið sameinaðist Imacon A/S árið 2004 og framleiðir nú hágæða stafrænar myndavélar. Hasselblad smíðaði sérstakar myndavélar, sem notaðar voru á tunglinu í Appollótunglferðunum. Höfuðstöðvarnar eru í Gautaborg í Svíþjóð.