Harry Potter og viskusteinninn (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harry Potter og Viskusteinninn
Harry Potter and the Philosopher's Stone
LeikstjóriChris Columbus
HandritshöfundurSteve Kloves (eftir bók J.K. Rowling)
FramleiðandiDavid Heyman
LeikararDaniel Radcliffe
Rupert Grint
Emma Watson
Richard Harris
Robbie Coltrane
Alan Rickman
Maggie Smith
Ian Hart
KvikmyndagerðJohn Seale
KlippingRichard Bruce-Francis
TónlistJohn Williams
DreifiaðiliWarner Bros.
FrumsýningFáni Bretlands 4. nóvember 2001
Fáni Bandaríkjana 14. nóvember 2001
Lengd152 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð Öllum
Ráðstöfunarfé$125.000.000
FramhaldHarry Potter og leyniklefinn

Harry Potter og viskusteinninn er bresk ævintýramynd frá árinu 2001 og er byggð á samnefndri sögu eftir J.K. Rowling. Myndinni er leikstýrt af Chris Columbus og er þetta fyrsta myndin í hinum vinsæla myndaflokki um Harry Potter. Sagan fjallar um Harry Potter, strák sem kemst að því á ellefu ára afmælisdaginn að hann er galdramaður, og er sendur í Hogwartsskóla Galdra og Seiða til þess að byrja galdralærdóm sinn. Myndin skartar Daniel Radcliffe sem Harry Potter í aðalhlutverki, ásamt Rupert Grint og Emmu Watson sem bestu vinum Harrys, Ron Weasley og Hermione Granger. Fullorðnir leikarar í myndinni eru Richard Harris, Maggie Smith, Robbie Clotrane, Alan Rickman og Ian Hart.

Warner Bros. keypti kvikmyndaréttinn á bókinni árið 1999. Framleiðsla hófst árið 2000, þegar Columbus var valin úr fáum leikstjórum. Rowling krafðist þess að allt leikaraliðið væri breskt eða írskt, til þess að þjóðernið væri það sama í myndinni og í bókinni. Rowling samþykkti einnig handritið sem skrifað var af Steve Kloves. Myndin er að hluta til tekin í upptökustúdiói Leavsden en einnig á sögufrægum stöðum í landinu. Myndin kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum í nóvember árið 2001. Fyrir utan frábæra dóma skilaði myndin 976 milljóna dala hagnaði um allan heim og var tilnefnd til þriggja verðlauna. Önnur, þriðja, fjórða, fimmta og sjötta bókin hafa einnig verið kvikmyndaðar en það verða tvær myndir gerðar eftir sjöundu bókinni og er áætlað að þær komi út árið 2010.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Harry Potter er nokkuð eðlilegur ellefu ára strákur, sem býr hjá leiðinlegum ættingjum sínum, Dursley-fjölskyldunni. Á ellefu ára afmælisdaginn kemst Harry að því hjá ókunnugum manni, Rubeus Hagrid, að hann er galdramaður og er frægur í galdraheiminum fyrir að hafa lifað af drápsbölvun hins illa Voldemorts þegar Harry var aðeins eins árs. Voldemort drap foreldra Harrys en morð Harrys misheppnaðist og varð aðeins ör eins og elding í laginu eftir á enni Harrys. Harry er síðan boðið að hefja nám í Hogwartsskóla.

Harry kemst frá frænda sínum og frænku og byrjar í Hogwartsskóla og lærir galdra og eignast nýja vini en líka óvini á meðal nemenda og starfsmanna. Voldemort hafði næstum dáið og hefur verið í felum í tíu ár en planar að koma aftur sem hinn Myrki Herra og ráða ríkjum eins og hann gerði eitt sinn, í gegnum viskusteininn, sem hlýðir aðeins eiganda sínum. Harry og vinir hans, Hermione Granger og Ron Weasley komast að ráðabruggi Vodlemorts og reyna að stela steininum sem er geymdur í vel vörðum neðanjarðarklefa í Hogwarts.

Persónur og leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Rowling krafðist þess persónulega að leikararnir væru allir Breskir. Susie Figgis var ráðin til að finna leikara í hlutverkin. Opnar áheyrnarprufur voru haldnar fyrir þrjú aðalhlutverkin og máttu aðeins bresk börn taka þátt. Áheyrnarprufurnar voru í þremur liðum, og átti sá sem var í prufunni að lesa blaðsíðu úr Harry Potter og viskusteininum og ef hann væri kallaður aftur, átti hann að spinna upp atriðið þar sem nemendurnir koma í Hogwarts og var þeim gefnar nokkrar blaðsíður úr handritinu og áttu að lesa þær fyrir framan leikstjórann. 11. júlí árið 2000 hætti Figgis starfi sínu og kvartaði yfir því að Columbus hafi ekki fundist þúsundir barna sem komu í áheyrnarprufur þess verðug að leika í myndinni. Þann 8. ágúst árið 2000 völdu framleiðendurnir hinn óþekkta Daniel Radcliffe og nýliðana Emmu Watson og Rupert Grint, úr þúsundum barna til þess að leika hlutverk Harrys, Hermione og Rons.

 • Daniel Radcliffe leikur Harry Potter, venjulegan dreng með eldingarlaga ör á enninnu og hefur eiginleika til að láta skrýtna hluti gerast. Frændi hans og frænka hafa alið hann upp síðan foreldrar hans létust þegar hann var eins árs og veit hann lítið um þá. Á ellefta afmælisdeginum kemst Harry að því að hann er galdramaður og hefur fengið inngöngu í Hogwartsskóla galdra og seiða. Leikstjórinn Columbus vildi Daniel í hlutverkið frá því hann sá hann fyrst í útgáfu BBC af David Copperfield, áður en opnar leikprufur hófust, en honum hafði verið sagt að vernandi foreldrar Daniels myndu ekki leyfa honum að taka hlutverkinu. Colubmus útskýrði að þrautseyja hans í að vilja fá Radcliffe í hlutverkið hengi á uppsögn Figgis. Daniel var beðinn um að koma í prufur árið 2000, þegar Heyman og Kloves hittu hann og foreldra hans í uppfærslu af Stones in His Pocket í London. Heyman og Columbus tókst að sannfæra foreldra Daniels um að sonur þeirra myndi vera verndaður frá fjölmiðlum og þau samþykktu að hann mætti leika Harry. Rowling samþykkti Radcliffe inn í leikaraliðið og sagði eftir að hafa séð prufuna hans finnst mér að Chris Columbus hefði ekki geta fundið betri Harry. Daneil fékk 1 milljón punda í laun í myndinni, en honum fannst launin ekki skipta miklu máli.
 • Rupert Grint leikur Ron Weasley, rauðhærðan galdrastrák sem er yngstur strákanna í sjö barna röð úr illa staddri fjölskyldu, sem verður besti vinur Harrys. Grint var elsti leikarinn af þremenningunum, þá þrettán ára. Hann ákvað að hann myndi vera fullkominn í hlutverkið, vegna þess að hann hefði rautt hár og fannst sögurnar skemmtilegar. Eftir að hafa séð auglýstar opnar prufur sendi hann inn myndband af sjálfum sér að rappa um það hversu mikið hann langaði í hlutverkið. Tilraun hans náði árangri þar sem hann var beðinn um að koma í prufur.
 • Emma Watson leikur Hermione Granger, mjög gáfaða norn sem er fædd af muggum, sem verður vinkona Rons og Harrys, þrátt fyrir að hún fari í taugarnar á þeim, eftir að þeir bjarga henni frá trölli. Kennari í Oxford-leiklistarskólanum var mjög hrifinn af frammistöðum Emmu í skólaleikritum og sendi nafnið hennar til framleiðenda myndarinnar. Watson tók prufuna alvarlega en fannst hún aldrei eiga séns á því að fá hlutverkið. Framleiðendurnir voru heillaðir af sjálfsöryggi Emmu og hún tók fram þúsundum stelpna með frammistöðu sinni. Rowling studdi Emmu í hlutverkið frá fyrstu prufu.
 • Robbie Coltrane leikur Rubeus Hagrid, hálf-risa sem sér um lóðina í Hogwarts. Hagrid fer með Harry á Runnaflöt á fljúgandi mótorhjóli, en tekur hann síðan frá frænda sínum og frænku á ellefta afmælisdaginn hans og eftir það tengjast þeir sterkum böndum. Hann er mjög hrifinn af allskonar galdraverum. Coltrane var efstur á blaði á Rowling yfir þá sem hún vildi í hlutverkið. Coltrane var mikill aðdáandi bókanna og undirbjó sig fyrir hlutverkið með því að ræða við Rowling um fortíð og framtíð Hagrids.
 • Richard Harris sem Albus Dumbledore, skólameistari Hogwars og einn af frægustu og mestu galdramönnum allra tíma. Dubledore ákveður að Harry eigi að vera hjá frænda sínum og frænku eftir að foreldrar hans falla fyrir Voldemort. Harris hafnaði hlutverkinu fyrst, en tók því þegar barnabarnið hans sagðist aldrei muna tala við hann aftur ef hann tæki ekki hlutverkið.
 • Maggie Smith sem Minerva McGonagall, aðstoðarskólameistarinn, yfirmaður Gryffindor og ummyndunarkennari í Hogwarts. McGonagall fylgir Dumbledore að Runnaflöt 4 þegar farið er með Harry til frændfólk síns og hefur þann hæfileika að geta breytt sér í kött. Smith var persónulega valin af Rowling.
 • Alan Rickman sem Severus Snape, töfradrykkjafræðikennarinn og yfirmaður Slytherinvistarinnar í Hogwarts. Snape þolir ekki Harry vegna þess að honum líkaði mjög illa við föður Harrys. Tim Roth hafði áhuga á hlutverkinu vegna þess að börnin hans voru aðdáendur bókanna, en mikil dagskrá þýddi að hann tók hlutverki í kvikmyndinni Planet of the Apes í staðinn.
 • Richar Bremmer sem Voldemort, myrkasti galdramaður allra tíma. Hann var sigraður og næstum eyðilagður, þegar drápsbölvunin sem hann kastaði á Harry endurkastaðist á hann. Hann minnkaði og varð andi sem aðeins gat verið í líkama annarra og er að leita að Viskusteininum og tækifæri til að verða ódauðlegur. Bremmer leikur aðeins Voldemort í endurminningu. Í lok myndarinnar þegar Voldemort kemur Harry fyrir sjónir talar Ian Hart fyrir Voldemort.
 • Tom Felton sem Draco Malfoy, galdramann úr ríkri fjölskyldu. Eftir að Harry hafnar tilboði hans um vináttu, þróar Draco með sér hatur á Harry og vinum hans. Ásamt Radcliffe, var Felton eini leikarinn í barna-leikaraliðinu sem hafði leikið fyrir framan myndavélar áður.
 • Richar Griffiths sem Vernon Dursley, frændi Harrys sem kemur illa fram við hann, og þykir bara vænt um son Dudley son sinn. Vernon vill ekki að Harry komist að því að hann sé galdramaður og brennir því öll bréfin frá Hogwarts.
 • John Hurt sem Hr. Ollivander, eigandi Ollivander's, besti sprotaframleiðandi í galdraheiminum. Ollivander hefur þann eiginleika að geta fundið hinn fullkomna sprota handa þeim sem vantar, og segist muna eftir hverjum einasta sprota sem hann hefur nokkurn tímann selt. Hann segir Harry að hann hafi fengið eldingarlaga örið frá Voldemort.
 • John Cleese sem Næstum-hauslausi Nick, draugur Gryffindor vistarinnar og er höfuð hans næstum því dottið af eftir að það misheppnaðist að hálshöggva hann.
 • Julie Walters sem Molly Weasley, umhyggjusama móðir Rons. Hún sýnir Harry hvernig á að komast á brautarpall 9 og 3/4. Áður en Walters var ráðin talaði bandaríska leikkonan Rosie O'Donnell við Columbus um að leika frú Weasley.
 • Rik Mayall var ráðinn í hlutverk draugsins Peeves, og átti að kalla textann sinn í tökum en nokkur atriði voru klippt úr myndinni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Harry Potter and the Philosopher's Stone (film)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.