Fara í innihald

Harry Potter og leyniklefinn (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harry Potter og leyniklefinn
Harry Potter and the Chamber of Secrets
LeikstjóriChris Columbus
HandritshöfundurHandrit:
Steve Kloves
Skáldsaga
J. K. Rowling
FramleiðandiDavid Heyman
LeikararDaniel Radcliffe
Rupert Grint
Emma Watson
Richard Harris
Kenneth Branagh
Jason Isaacs
Christian Coulson
Robbie Coltrane
KvikmyndagerðRoger Pratt
KlippingPeter Honess
TónlistJohn Williams
DreifiaðiliWarner Bros.
FrumsýningFáni Bretlands 3. nóvember 2002
Fáni Bandaríkjana 15. nóvember 2002
Lengd161 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð öllum
Ráðstöfunarfé$ 100,000,000
UndanfariHarry Potter og viskusteinninn
FramhaldHarry Potter og fanginn frá Azkaban

Harry Potter og leyniklefinn bresk ævintýrakvikmynd sem leikstýrt var af Chris Columbus og byggð á samnefndri bók eftir J. K. Rowling. Myndin er önnur í myndaflokknum um vinsæla galdrastrákinn Harry Potter. Steven Kloves skrifaði handritið að myndinni eins og þeirri fyrri en David Heyman framleiddi myndina.

Meirihluti leikaraliðs Viskusteinsins sneri aftur fyrir leyniklefann, m.a. barnastjörnurnar Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint. Þetta er þó í síðasta skipti sem leikarinn Richard Harris fer með hlutverk Dumbledore og þetta er einnig síðasta Harry Potter myndin sem Columbus leikstýrir. Nýir leikarar voru m.a. Kenneth Branagh sem Gilderoy Lockhart og Jason Isaacs sem Lucius Malfoy.

Myndin fékk mjög góða aðsókn og halaði inn 879 milljón dollurum um allan heim. Hún var einnig tilnefnd til BAFTA-kvikmyndaverðlauna árið 2003.