Harry Potter og fanginn frá Azkaban

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Harry Potter og fanginn frá Azkaban er þriðja bókin um galdrastrákinn Harry Potter eftir J.K. Rowling. Bókin kom upprunalega út á ensku árið 1999 og heitir á frummálinu Harry Potter and the Prisoner of Azkaban. Bókaútgáfan Bjartur gaf bókina út á Íslandi á íslensku árið 2000.

Samnefnd kvikmynd sem gerð var eftir bókinni var frumsýnd árið 2004. Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson fóru með aðalhlutverkin.

Harry Potter snýr aftur til Hogwarts en núna er morðingin Sirius Black á eftir honum. Black átti að hafa svikið foreldra Harrys og Harry langar að hefna sín. Þegar Harry loks hittir Black finnur hann út að Black sveik foreldra hans ekki heldur Peter, fyrverandi vinur Blacks. Peter nær að flýja svo Black hefur enga sönnun fyrir því að hann var ekki morðingi.