Fara í innihald

Hakakross

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hefðbundinn hakakross notaður af Hindúum

Hakakross (卐 eða 卍, sanskrít: स्वस्तिक) er tákn sem er oftast í formi jafnhliða kross með fjórum fótum beygðum um 90 gráður. Táknið var notað af fornum Keltum, Indverjum og Grikkjum og síðar í búddisma, jaínisma, hindúisma og nasisma. Á mörgum tungumálum heitir slíkur kross svastika en orð þetta á rætur sínar að rekja til orðanna su („góður“), asti („að vera“) og ka („sköpun“) úr sanskrít.

Elstu merkin um notkun táknsins í Indlandi eru frá tíma Indusdalsmenningarinnar í borginni Harappa, þar sem það táknaði Visnjú í hindúisma. Í kinverskum taóisma er hakakrossinn merki um eilífð. Í tibetskum búddisma táknar hann Jörðina. Algengt er að Hindúar teikna hakakrossa á dyr og innganga að húsunum sínum á hátíðum, sem þeir trúa að tákni boð til gyðjunnar Lakshmi.

Hakakrossinn á sér langa sögu í Evrópu sem nær aftur til fornra tíma. Í nútímanum var hann notaður sem velgengnitákn áður en hann var tekinn upp af Nasistaflokknum í Þýskalandi árið 1920. Þeir notuðu hann sem tákn um aríana. Árið 1933, þegar Adolf Hitler kom að valdastólnum, var hakakrossi snúið um 45 gráður felldur inn í fána Nasistaflokksins. Þess vegna er krossinn útskúfaður í mörgum vestrænum löndum vegna tengslanna við Nasistaflokkinn og önnur hugtök eins og gyðingahatur, almennt hatur, ofbeldi, dauða og morð. Hakakrossinn hefur verið bannaður í Þýskalandi og nokkrum öðrum löndum ef hann er notaður sem nasistatákn. Í dag nota margir nýnasistahópar táknið.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.