Hertogi
Útlit
(Endurbeint frá Hėrizogo)
Hertogi og hertogaynja (úr fornlágþýsku: hėritogo „herforingi“; sbr. fornháþýsku: hėrizogo, „herforingi“) eru aðalstitlar sem oft hafa verið æðstu aðalstitlar landa, næst á eftir konungi og drottningu. Upphaflega var titillinn notaður af Rómverjum yfir herforingja (latína: Dux Bellorum). Á miðöldum var hertogi aðalsmaður sem ríkti yfir sveitahéraði, hertogadæmi, og var æðri greifum sem ríktu í borgum. Með einveldinu varð titill hertoga að heiðurstitli án yfirráða yfir landi með þeirri undantekningu að Lúxemborg var gerð að stórhertogadæmi í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna.