Hálfdán Björnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hálfdán Björnsson (fæddur 14. mars 1927, dáinn 13. febrúar 2017 ) var sjálfmenntaður náttúrufræðingur frá bænum Kvískerjum í Öræfasveit. Hann var þekktur fyrir fjölbreytt náttúrugripasafn og yfirgripsmikla þekkingu á jurta- og dýralífi. Á unglingsaldri fór hann að skoða og skrásetja fugla og nafngreina plöntur og safna þeim. Seinna bættust skordýr, köngulær og fleiri smádýr.

Sagan segir að kennarar á Laugarvatni hafi ekki getað kennt honum neitt í náttúrufræði. Hluti af skordýrasafni hans er á Byggðasafninu á Höfn í Hornafirði. Það er stærsta einkasafn sem Íslendingur hefur haft þessarar tegundar.

Hálfdán skrifaði vísindagreinar í Náttúrufræðinginn. Fyrstu greinar hans birtust 1950, um gróður í Ingólfshöfða og fuglalíf á Laugarvatni. Ári seinna bættist við grein um gróður og dýralíf í Esjufjöllum. Á 6. áratugnum var hann einnig valinn til að fara í náttúrufræðileiðangur til Grænlands.[1]

Árið 2011 hlaut hann Bláklukkuna, viðurkenningu Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST), sem veitt er fyrir störf í þágu náttúruvísinda og náttúruverndar á Austurlandi. [2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Kvískerjabræður

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Systkinin á Kvískerjum Umhverfisráðuneytið. Skoðað 13. feb. 2017.
  2. Hálfdán frá Kvískerjum látinn. Rúv, skoðað 13. feb. 2017.