Gunpei Yokoi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunpei Yokoi (19411997) var japanskur tölvuleikjahönnuður sem starfaði fyrir tölvuleikjaframleiðandann Nintendo. Yokoi kom bæði að hönnun vélbúnaðar og hugbúnaðar hjá Nintendo en hann hannaði vélbúnaðinn fyrir Game & Watch-leikina ásamt því að hanna Game Boy- og Virtual Boy-leikjatölvurnar. Yokoi vann einnig sem framleiðandi við gerð fjölda tölvuleikja en á meðal þeirra voru Metroid, Kid Icarus og Super Mario Land.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.