Fara í innihald

Game & Watch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Donkey Kong 2 Game & Watch frá 1983

Game & Watch var vörulína af vasatölvuleikjum frá Nintendo. Game & Watch-línan var hönnuð af Gunpei Yokoi frá 1980 til 1991. Í hverju tæki var einn leikur sem hægt var að spila á LCD-skjá en tækin voru líka með með klukku og vekjaraklukku. Flestir leikir höfðu GAME A- og GAME B-takka. Leikur B var vanalega erfiðari útgáfa af leik A.

Fyrsti Game & Watch-leikurinn var Ball sem kom út 28. apríl 1980. Í honum stjórnaði notandinn manni sem kastaði og greip bolta. Ball var hluti af silfurlínunni en gulllínan hóf göngu sína 1981. Wide Screen-röðin hóf göngu sína 1982 og sama ár kom fyrsti leikurinn með tveimur skjám, Oil Panic. Árið 1983 kom Panoramalínan út með óupplýstan litaskjá sem sneri niður að spegli til að nýta umhverfislýsingu um gagnsætt bak. Sama ár komu fyrstu Tabletop-leikirnir út á tölvum sem litu út eins og agnarsmáir spilakassar með stýripinna og litaskjá. Árið 1984 komu út leikir með einföldum lituðum kristalsskjá í Super Color-línunni og sama ár komu út leikir fyrir tvo leikmenn í Micro vs. System-línunni. Síðasta Game & Watch-leikjalínan var Crystal Screen þar sem skjárinn var gagnsær og bauð upp á hliðarskrun. Árið 1989 tók Game Boy leikjatölvan við sem vasaleikjatölva Nintendo.

Wikipedia
Wikipedia
  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.