Gunnlaugur Blöndal
Útlit
Gunnlaugur Blöndal (27. ágúst 1893 – 28. júlí 1962) var íslenskur myndlistarmaður, þekktastur fyrir litríkar myndir með mjúkum formum undir áhrifum frá expressjónisma og kúbisma. Hann lærði meðal annars hjá Fernand Léger í París og starfaði lengi í Kaupmannahöfn, en flutti til Íslands í Petsamóförinni í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Meðal þekktustu verka hans er málverk af þjóðfundinum 1851 sem hangir í anddyri Alþingishússins og nektarmyndir af ungum konum.