Fara í innihald

Gunnlaugur Blöndal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnlaugur Blöndal (27. ágúst 189328. júlí 1962) var íslenskur myndlistarmaður, þekktastur fyrir litríkar myndir með mjúkum formum undir áhrifum frá expressjónisma og kúbisma. Hann lærði meðal annars hjá Fernand Léger í París og starfaði lengi í Kaupmannahöfn, en flutti til Íslands í Petsamóförinni í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Meðal þekktustu verka hans er málverk af þjóðfundinum 1851 sem hangir í anddyri Alþingishússins og nektarmyndir af ungum konum.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.