Fara í innihald

Guli túnfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Guluggatúnfiskur)
Guli túnfiskur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Makrílaætt (Scombridae)
Ættkvísl: Túnfiskar (Thunnus)
Tegund:
T. albacares

Tvínefni
Thunnus albacares
(Bonnaterre, 1788)

Guli túnfiskur (fræðiheiti: Thunnus albacares) er tegund túnfiska af makrílaætt. Hann er með heitt blóð eins og flestar túnfisktegundir. Túnfiskar eru byggðir fyrir hraða og þeir geta synt á allt að 75 km/klst.

Guli túnfiskur er meðal stærstu túnfiskategunda og getur orðið yfir 180 kg, sem er að vísu minna en hinn bláuggatúnfiskur sem getur orðið yfir 450 kg. Það sem einkennir gula túnfiskinn helst er langur gulur seinni bakuggi og langur gulur gotraufaruggi, en hann fær nafnið frá því, að allir uggar hans eru gulir. Búkurinn hans er dökkblár efst og verður síðan silfurlitaður því neðar sem maður horfir á búkinn. Stærsti guli túnfiskur sem sagður er hafa nást var 2,4 m á lengd og vó 200 kg.

Lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Guli túnfiskur er uppsjávarfiskur og heldur sig því grunnt og er algengasta dýpið 1–100 m. Hann heldur sig við hitastig á milli 15–31°C. Hann finnst oftast í opnu hafi og sjaldan nálægt rifum. Guli túnfiskur, eins og aðrar tegundir túnfiska, er viðkvæmur gagnvart súrefnisleysi, þess vegna heldur hann sig svona grunnt í hafinu og einnig þarf hann alltaf að vera á hreyfingu, annars klárar hann allt súrefnið í kringum sig og kafnar.

Guli túnfiskur hópar sig oft saman með öðrum túnfiskategundum og sjást oft með hvölum, hákörlum eða höfrungum. Oft sjást þessir hópar nálægt fljótandi hlutum, spítum og pallettum.

Fæða gula túnfisks eru aðrir fiskar, krabbadýr eða smokkfiskar. Vegna byggingar hans er auðvelt fyrir hann að ná hröðum fiskur eins og makríl.

Guli túnfiskur er stundum étinn af stærri fiskum sinnar tegundar þegar hann er lítill, en einnig af sjófuglum. Hann getur þó oftast sloppið frá því að vera étinn vegna hraða síns.

Ýmsar aðferðir eru notaðar við veiðar á túnfiskum en sú helsta er línuveiði. Einnig er stangveiði stunduð á túnfisk í Ameríku.