Lína (veiðarfæri)
Fiskilína hefur þróast frá færinu og samanstendur af lóði, taumum og önglum/krókum. Á lóðinni eru 40-50 cm langir taumar með um eins og hálfs metra millibili. Á enda taumanna er einn öngull. Stærð önglanna fer eftir hvaða fisktegund á að veiða. Hver lóð hefur um 100 öngla og 4 lóðir eru tengdar saman í svokallaðan bjóð/ bala. Það er misjafnt eftir því hve skipin eru stór hvað notaðir eru margir balar allt frá 10 upp í 40 í einni setningu en þá getur línan verið allt að 22 km á lengd með 16,000 króka. Línan er látin liggja í 1-3 klst. og svo dregin um borð. Það fer líka eftir því hvort balarnir eru handbeittir eða ekki. Illa hefur gefist að nota gervibeitu við Ísland. Beitan er oftast síld, loðna eða smokkfiskur en einnig er notaður makríll og kúfiskur. Línan er beitt sjálfvirkt í svonefndum línubeitingarvélum um leið og lagt er. Á landróðrabátum er línan beitt í landi. Á línuveiðum er aðallega verið að veiða þorsk, steinbít, ýsu, keilu, grálúðu, löngu, ufsa, lúðu, tindabikkju og túnfisk.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Guðni Þorsteinsson (1980). Veiðar og veiðarfæri. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
- Ingibjörg Jónsdóttar. Veiðarfæri. Sótt 9. apríl 2009 af Fiskar.is Geymt 20 febrúar 2005 í Wayback Machine.