Fara í innihald

Gravity (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gravity
LeikstjóriAlfonso Cuarón
HandritshöfundurAlfonso Cuarón
Jonás Cuarón
FramleiðandiAlfonso Cuarón
David Heyman
LeikararSandra Bullock
George Clooney
DreifiaðiliWarner Bros. Pictures
Lengd90 mínútur
Tungumálenska

Gravity er geimspennumynd sem kom út árið 2013 í þrívídd. Myndinni var leikstýrt af Alfonso Cuarón, sem framleiddi, skrifaði og klippaði myndina ásamt öðrum. Aðalpersónurnar leika Sandra Bullock og George Clooney, sem eru bæði geimfarar sem lifa af þegar geimskutla eyðileggst á braut umvherfis Jörðina. Í myndinni er fylgst með þeim meðan á þau reyna að komast aftur til Jarðarinnar.

Cuarón skrifaði handritið með syni sínum Jonás en þeir reyndu að þróa verkefnið í samvinnu við Universal Studios. Eftir að réttindi til verkefnisins voru seld tók Warner Bros. upp verkefnið í staðinn. Fyrirtækið bauð nokkrum leikkonum hlutverkið áður en Bullock kom fyrir valinu. Robert Downey Jr. var upphaflega valinn í hlutverk George Clooneys en hann hætti strax í verkefninu.

Gravity var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ágúst 2013. Hún var frumsýnd í Norður-Ameríku þremur dögum síðar á kvikmyndahátíðinni í Telluride. Hún kom út í Bandaríkjunum og Kanada 4. október 2013. Viðbrögð við myndinni hafa verið mjög jákvæðar en gagnrýendur og áhorfendur hafa borið lof á kvikmyndatöku Emmanuels Lubezki, tónlist Stevens Price, leikstjórn Cuaróns og flutning Bullocks.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Dr. Ryan Stone er leiðangurssérfræðingur á fyrsta leiðangri sínum um borð í geimskutlunni Explorer. Ásamt henni er reyndi geimfarinn Matt Kowalski, sem er að leiða síðasta leiðangurinn sinn. Í geimgöngu til að gera við Hubble-geimsjónaukann varar stjórnstöðin í Houston við rússneska flugskeytaárás á úreltan gervihnött, sem hefur valdið keðjuverkun sem myndar geimruslaský. Stjórnstöðin skipar þeim að hætta í leiðangrinum. Stuttu eftir það slitnar allt samband við stjórnstöðina en geimfararnir halda áfram að senda skeyti, með þá von í brjósti að leiðangursstjórnendurnir geti enn heyrt þá.

Geimrusl á háhraðaferð rekst á geimskutluna Explorer og aftengir Stone af henni þannig að hún veltist út í geiminn. Kowalski tekst að ná í Stone og og þau drífa sig aftur til geimskutlunnar. Þau komast að því að geimskutlunni hefur verið eyðilagt og að allir aðrir í teyminu eru dauðir. Þau nota þrýstispakka til að fara í att áð Alþjóðlegu geimstöðinni, sem er á braut um það bil 100km í burtu. Kowalski metur að þau hafi 90 mínútur áður en geimruslið nái til þeirra aftur.

Á leiðinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar tala þau Kowalksi og Stone um líf hennar heima og dauða ungu dóttur hennar. Er þau nálgast geimstöðinni, sem hefur orðið fyrir skemmdum en er ennþá gangfær, sjá þau að starfsliðið hefur flutt á brott með einni af Soyuz-einingum stöðvarinnar, og að fallhlíf hinnar einingunnar hefur verið opnað, sem gerir hana ónýta til að komast aftur til Jörðarinnar. Kowalski stingur upp á að þau noti ónýtu eininguna til að ferðast til Kínversku geimstöðvarinnar Tiangong og nota einingu hennar til að komast aftur til Jörðarinnar. Þau reyna að grípa í handföng á Alþjóðlegu geimstöðinni meðan á þau fljúga framhjá henni, lofts- og eldsneytislaus. Leggurinn á Stone flækist í fallhlífsreipum Soyuz-einungunnar og henni tekst að grípa í band á geimbúningi Kowalskis. Þrátt fyrir að Stone mótmælir því aftengir Kowalski sig af tjóðrinu til að bjarga henni og koma í veg fyrir að hún reki í burtu. Þá er hún dregin áftur til geimstöðvarinnar. Meðan á Kowalski rekur í burtu talar hann við Stone í gegnum talstöðina, og gefur henni leiðbeiningar og hvatningu.

Stone tekst að komast inn í loftstíflu Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en hún er næstum súrefnislaus, en hún þarfnast að fara beint til Soyuz-einungunnar til að komast undan eldi. Þegar hún ekur einungunni burt frá geimstöðinni kemur fallhlífið í veg fyrir að einingin losni frá geimstöðinni. Hún þarf á fara í geimgöngu til að skera reiparnar en tekst að gera það rétt áður en geimruslaskýið nái til hennar og eyðileggur geimstöðinni. Stone samstillir Soyuz við Tiangong-stöðina en kemst að því að geimfarið er eldsneytislaust. Stuttu eftir að hún kemst í samband við grænlenskan fiskimann í gegnum talstöðina og hlustar á hann kurra við smábarn gefst Stone upp og slekkur á súrefninu þannig að hún deyi sársaukalaust. Um leið og hún missir meðvitund birtast Kowalski fyrir utan geimfarið og kemst inn í það. Hann ávítar hana fyrir að gefast upp og segir henni að nota lendingarbúnað geimfarsins til að knýja því áfram að Tiangong. Stone gerir sér ljóst að framkoma hans hefði ekki verið raunveruleg en hún fær nýjan kraft og viljann til að lifa af. Hún kveikir á súrefninu og notar lendingarbúnaðinn til að aka geimfarinu að Tiangong.

Henni tekst ekki að leggjast geimfarinu að geimstöðinni svo skýtur hún sig út með þrýstingsminnkun og notar slökkvitæki til að knýja sér að Tiangong. Geimruslið hefur ýtt geimstöðinni af braut sinni og hún byrjar hratt að fara aftur inn í lofthjúp Jarðarinnar. Stone kemst inn í Shenzhou-einunguna um leið og geimstöðin byrjar að brjóta upp. Þegar geimfarið er á leiðinni niður til Jarðarinnar kemst Stone í samband við stjórnstöðina í gegnum talstöðina, sem er að fylgjast með staðsetningu þess. Það lendir í stöðuvatni en rafmagnseldur í geimfarinu neyðir Stone til að opna lúguna en þá fyllist geimfarið vatni. Það sökkvar en Stone kemst út um lúguna og fer út af geimbúningnum sínum og syndur að fjörunni. Hún tekur fyrstu skref sín á Jörðinni undir áhrifum þyngdarafls.


  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.