Graflax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Graflax á hrökkbrauði með svörtum pipar og sítrónu.

Graflax (sænska, danska: gravad lax, norska: gravlaks, finnska: graavilohi, eistneska: graavilõhe) er norrænn fiskiréttur úr hráum laxi sem verkaður er með því að láta laxaflök liggja undir fargi í nokkra sólarhringa í blöndu af salti, sykri og dilli og stundum öðru kryddi eða kryddjurtum. Yfirleitt er graflax borðaður sem forréttur með sósu sem er búin til úr majónesi eða sýrðum rjóma, hunangi, dilli og sinnepi. Hann er oftast borinn fram á eða með ristuðu brauði. Stundum er hann einnig borinn fram með öðrum réttum á hlaðborði.

Á miðöldum gerðu fiskimenn graflax með því að hylja laxinn með borðsalti og gerjuðu hann með því að grafa hann í sandi. Orðið graflax er dregið af skandinavísku orðinu grav sem táknar „gröf“ (á sænsku, norsku og dönsku) og lax (eða laks). Á seinni árum er farið að verka ýmislegt annað hráefni á svipaðan hátt og kalla það grafið, til dæmis grafnar gæsabringur og fleira.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu