Majónes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hráefni í majónes.

Majónes eða majonsósa er þykk sósa, yfirleitt hvít eða ljósgul á lítinn. Sósan er þeyta búin til úr olíu, eggjarauðum og ediki eða sítrónusafa með salti. Í Frakklandi er stundum bætt við sinnepi til bragðbætis, en á Spáni og Menorku er ólífuolíu bætt við sósuna en aldrei sinnepi. Hægt er að búa til aðrar sósur úr majonesi, til dæmis kokkteilsósu.

Majónes má þeyta með hrærivél, rafmagnsblandara eða með þeytara og gaffli. Sósan er gerð með því að þeyta kröftuglega saman olíu og eggjarauður. Ólían og vatn í eggjarauðunum mynda grunn þeytunnar og lesitín úr eggjarauðunum er þeytiefni sem gerir blönduna stöðuga. Sé sinnepi bætt við verður sósan bragðsterkari auk þess sem sinnepið inniheldur dálítið lesitín.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.