Glynis Johns

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Glynis Johns

Glynis Johns (fædd 5. október 1923 í Pretoría, Suður-Afríka; d. 4. janúar 2024 í Los Angeles) var bresk leikkona. Johns fæddist í Pretoría, Suður-Afríka. Faðir hennar var Mervyn Johns, velskur leikari. Johns var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í The Sundowners (1960). Hún var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í The Chapman Report (1962). Johns lék frú Winifred Banks í söngleiknum Mary Poppins (1964) eftir Walt Disney. Hún vann Tony-verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir A Little Night Music (1972). Johns lét af leiklist árið 1999. Hún lést 4. janúar 2024 í Los Angeles, Bandaríkjunum, 100 ára að aldri.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Glynis Johns látin Vísir, sótt 4/1 2024

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]