Hinn guðdómlegi gleðileikur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Comencia la Comedia, 1472

Hinn guðdómlegi gleðileikur eða Gleðileikurinn guðdómlegi (ítalska: la Divina Commedia) er ítalskt söguljóð sem Dante Alighieri skrifaði á árunum frá 1308 og lauk við rétt fyrir dauða sinn árið 1321. Dante segir í kvæðinu frá ímynduðu ferðalagi sínu um Víti, Hreinsunareldinn og Paradís, en um hina fyrstu tvo staði fer hann í fylgd rómverska skáldsins Virgils og um Paradís í fylgd sinnar ástkæru Beatrísar. Gleðileikurinn guðdómlegi telst til leiðslukvæða. Það er talið vera ein helsta perla ítalskra bókmennta.

Íslenskar þýðingar[breyta | breyta frumkóða]

Hinn guðdómlegi gleðileikur er að hluta til í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar (Tólf kviður úr Gleðileiknum guðdómlega), sem kom út árið 1968, og í lausamálsþýðingu Erlings E. Halldórssonar (Gleðileikurinn guðdómlegi) sem kom út árið 2010. Málfríður Einarsdóttir reyndi einnig til við að þýða Gleðileikinn, en sú þýðing kom aldrei út.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.