Giannis Antetokounmpo
Giannis Antetokounmpo | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Giannis Sina Ugo Antetokounmpo | |
Fæðingardagur | 6. desember 1994 | |
Fæðingarstaður | Aþena, Grikkland | |
Hæð | 211 cm. | |
Þyngd | 110 kg. | |
Leikstaða | Lítill framherji, kraftframherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Milwaukee Bucks | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2011-2013 2013- |
Filathlitikos Milwaukee Bucks | |
Landsliðsferill | ||
Ár | Lið | Leikir |
2013- | Grikkland | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Giannis Sina Ugo Antetokounmpo (fæddur árið 1994) er grískur körfuknattleiksmaður sem spilar með Milwaukee Bucks. Hann hefur verið kallaður gríska undrið eða Greek Freak og hefur unnið til tveggja MVP (Most valuable player) titla í NBA-deildinni 2019 og 2020, og varð ásamt Kareem Abdul-Jabbar og LeBron James sem einn af leikmönnum sem hafa unnið til þessa verðlauna fyrir 26 ára aldur. Antetokounmpo vann einnig verðlaunin varnarmaður ársins 2020 og varð sá eini ásamt Michael Jordan (1988) og Hakeem Olajuwon (1994) til að hreppa þann titil með MVP sama ár. Að auki hefur hann verið valinn 5 sinnum í NBA-stjörnuleikinn.
Giannis leiddi Bucks til úrslita NBA 2021 þegar liðið vann Phoenix Suns 4-2. Hann var valinn MVP í úrslitum og skoraði 50 stig í lokaleiknum.
Antetokounmpo er sonur nígerískra innflytjenda í Grikklandi. Hann á fjóra bræður og spila tveir þeirra, Kostas og Thanasis í NBA. Fjölskyldan flutti til Milwaukee þegar hann hóf að spila með Bucks, 18 ára að aldri.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Giannis Antetokounmpo“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. júní. 2021.