Fara í innihald

Kapalsjónvarp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samása kapall sem notaður er til að senda kapalsjónvarp

Kapalsjónvarp er kerfi þar sem sjónvarpsþættir eru sendir í gegnum samása kapla. Kapalsjónvarp er andstæðan við jarðsjónvarp þar sem sjónvarpsmerki er varpað í gegnum loftið með útvarpsbylgjum og svo móttekið af loftneti sem er tengt sjónvarpi. Auk sjónvarpsþátta má senda útvarpsþætti og internet- og símaþjónustu í gegnum þessa kapla. Merkið getur verið annaðhvort hliðrænt eða stafrænt.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.