Fara í innihald

Gamli salurinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gamli-salurinn

Fullt nafnGamli salurinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum
Staðsetning Vestmannaeyjar, Ísland
Hnit 63°26′22.12″N, 20°17′17.00″W
Opnaður 1976
Endurnýjaður2008
Eigandi Vestmannaeyjabær
YfirborðParket
Notendur
Handknattleiksdeild ÍBV
Körfuknattleiksfélag ÍBV
Hámarksfjöldi
Sæti400
Stæði300
Stærð
40m x 20m

Gamli-salurinn er íþróttamannvirki í Vestmannaeyjum sem tilheyrir Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Gamli-salurinn er jafnframt keppnissalur handknattleiksdeildar ÍBV Íþróttafélags og körfuknattleiksfélags ÍBV. Salurinn er partketlagður og í honum er aðstaða fyrir handbolta, körfubolta, blak og badminton.

Uppbygging Vestmannaeyjakaupstaðar eftir eldgosið á Heimaey 1973 var gífurlegt verk, enda bærinn illa leikinn eftir beljandi vikurregn og hraunslettur, sem grandað höfðu og skemmt mannvirki í bænum.
Af íþróttamannvirkjum hvarf sundlaugin gamla austur á Urðum undir hraun, og bygging nýrrar sundlaugar var því aðkallandi verkefni í endurreisn bæjarfélagsins. Fljótlega kom upp sú hugmynd að láta nú slag standa og byggja ekki aðeins nýja sundlaug heldur íþróttahöll, þar sem sundlaug og íþróttasalur í fullri, löglegri stærð yrðu undir sama þaki. Þessi hugmynd var ennfremur þeim mun eftirsóknarverðari, þar sem báðir skólarnir í Eyjum, Barnaskólinn og Gagnfræðaskólinn, voru komnir í mikil þrot með húsnæði fyrir gos og fengju þar með leikfimisalina til annarra nota, ef af byggingu íþróttahúss yrði. Ráðamenn íþrótta- og skólamála í landinu féllust á endanum, eftir mikið þref og þras, á röksemdir Eyjamanna fyrir byggingu stórs íþróttahúss.
Var því valinn staður í svokallaðri Brimhólalaut í jaðri vesturbæjarins nálægt nýjustu íbúðarsvæðunum. Leitað var tilboða innanlands og utan og ákveðið að kaupa danskt hús, þar sem byggingartíminn yrði stuttur, enda þörfin mjög brýn fyrir þúsundir íbúa, sem þyrptust nú á heimaslóðir eftir vetur- eða vetrasetu á fastalandinu. Hófust framkvæmdir við húsið árið 1975, og gekk verkið hratt og örugglega fyrir sig. Íþróttahúsið við Brimhóla var formlega opnað á árinu 1976, þegar íþróttasalurinn var tilbúinn í kjölfar sundlaugarinnar. [1]

Endurnýjun

[breyta | breyta frumkóða]

Salurinn fékk andlitslyftingu sumarið 2008, þegar dúkur var fjarlægður og parket var sett í staðinn.

Tilvísanir og heimildir

[breyta | breyta frumkóða]