GDRN
GDRN | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir 8. janúar 1996 Reykjavík, Ísland |
Störf |
|
Ár virk | 2017–í dag |
Stefnur | Popp |
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (f. 8. janúar 1996), betur þekkt sem GDRN,[a] er íslensk söngkona. Mikið af tónlist hennar er popp með áhrifum frá djassi.[2] Hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 (þ.m.t. sem poppsöngkona ársins) og var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2018.[3]
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Guðrún fæddist í Reykjavík en flutti fjögurra ára til Mosfellsbæjar.[1] Þar spilaði hún fótbolta með Aftureldingu.[1] Hún stundaði klassískt fiðlunám í 11 ár og skipti síðar yfir í djasspíanó og söng í FÍH.[4] Hún fór í MR og stefndi á læknisfræðina,[1][5] en hóf að gera tónlist á síðasta ári sínu í menntaskóla[4] og hefur einbeitt sér að því síðan.[1]
Textana skrifar hún sjálf en lögin af fyrstu plötu hennar voru unnin af Teiti Helga Skúlasyni og Bjarka Sigurðssyni.[4] Nýleg tónlist hefur verið unnin með Arnari Inga Ingasyni og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni.
Fyrsti smellurinn hennar var lagið „Lætur mig“ frá 2018.[6]
Hún kom fram á Þjóðhátíð 2019[7] og var valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2019.[6]
Plötur
[breyta | breyta frumkóða]Samvinnuplötur
[breyta | breyta frumkóða]- Tíu íslensk sönglög (2022) ásamt Magnúsi Jóhanni
- Nokkur jólaleg lög (2024) ásamt Magnúsi Jóhanni.
Sjónvarpsþættir
[breyta | breyta frumkóða]- Katla, sem Gríma.
Verðlaun
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Verðlaun | Titill | Til | Niðurstaða |
---|---|---|---|---|
2018 | Íslensku tónlistarverðlaunin[3] | Poppsöngvari ársins | Hennar | Vann |
Popplag ársins | Lagið „Lætur mig“ | |||
Tónlistarmyndband ársins | ||||
Poppplata ársins | Hvað ef | |||
Norrænu tónlistarverðlaunin[7] | Poppplata ársins | Tilnefnd | ||
Verðlaun Reykjavík Grapevine[8] | Plata ársins | Vann |
Athugasemdir
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Ruth Örnólfs (9. apríl 2019). „Henti mér út í djúpu laugina“. Mosfellingur. Sótt 10. mars 2020.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „Ný plata frá GDRN“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 janúar 2022. Sótt 10. mars 2020.
- ↑ 3,0 3,1 „GDRN fékk flest verðlaun“. Fréttablaðið. Sótt 17. janúar 2020.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 „GDRN: „Mikilvægt í þessum bransa að hlusta á sjálfan sig"“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 nóvember 2021. Sótt 10. mars 2020.
- ↑ Bergsteinn Sigurðsson (22. mars 2019). „GDRN breytir strákaklúbbnum“. RÚV. Sótt 10. mars 2020.
- ↑ 6,0 6,1 „GDRN er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2019“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 janúar 2022. Sótt 10. mars 2020.
- ↑ 7,0 7,1 „Af unglingalandsmóti á stóra sviðið í Eyjum“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 nóvember 2021. Sótt 10. mars 2020.
- ↑ „Ólafur Arnalds listamaður ársins án blóðsúthellinga“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 febrúar 2021. Sótt 10. mars 2020.