Friðþjófssaga
Friðþjófssaga er norrænt söguljóð í 24 köflum (eða kvæðum), eftir sænska skáldið Esaias Tegnér. Hver kafli er undir sérstökum bragarhætti.
Friðþjófssaga kom út á íslensku árið 1866 í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Þýðingin er frábærlega af hendi leyst, t.d. yrkir Matthías undir svipuðum bragarháttum og Tegnér notaði.
Þýðing Matthíasar varð vinsæl, og hefur komið út sérstaklega alls fimm sinnum, 1866, 1884, 1906, 1935 og 1949. Einnig birtist hún í seinna bindinu af Ljóðmælum hans, 1958, tekin eftir frumútgáfunni. Þess ber að geta að Matthías endurskoðaði þýðingu sína og orti t.d. annan kafla upp undir nýjum bragarhætti. Frumútgáfan frá 1866 er því ekki endanleg útgáfa Matthíasar af Friðþjófssögu.
Söguljóðið Friðþjófssaga er byggt á fornaldarsögunni Friðþjófs sögu hins frækna.
Kaflar í Friðþjófssögu
[breyta | breyta frumkóða]- Friðþjófur og Ingibjörg
- Beli konungur og Þorsteinn Víkingsson
- Friðþjófur tekur við arfi eftir föður sinn
- Friðþjófur biður Ingibjargar
- Hringur konungur
- Friðþjófur situr að tafli
- Unaðarstund Friðþjófs
- Skilnaður Friðþjófs og Ingibjargar
- Grátur Ingibjargar
- Vesturförin
- Friðþjófur heimsækir Angantý jarl
- Heimkoma Friðþjófs
- Baldursbál
- Friðþjófur flýr land
- Víkingabálkur
- Friðþjófur og Björn
- Friðþjófur kemur til Hrings konungs
- Ísförin
- Freistnin
- Dauði Hrings
- Hringsmál
- Konungsvalið
- Friðþjófur á haugi föður síns
- Sættin