Fresno
Jump to navigation
Jump to search
Fresno er borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum og höfuðsetur Fresno-sýslu. Borgin er næststærsta borg Kaliforníu sem ekki liggur við sjóinn á eftir San Jose. Fresno er í miðri Kaliforníu, milli Los Angeles og San Francisco. Íbúafjöldi borgarinnar var áætlaður 490.847 27. janúar 2009, sem gerir borgina þá fimmtu stærstu í fylkinu.