Fara í innihald

Frans Ferdinand erkihertogi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Franz Ferdinand erkihertogi)
Frans Ferdinand erkihertogi
Skjaldarmerki Frans Ferdinands
Fæddur
Franz Ferdinand Carl Ludwig Joseph Maria

18. desember 1863(1863-12-18)
Dáinn28. júní 1914 (50 ára)
MakiSoffía, hertogaynja af Hohenberg (g. 1900; d. 1914)​
Börn3
Undirskrift

Frans Ferdinand Karl Lúðvík Jósef krónprins Austurríkis-Ungverjalands og erkihertogi af Austurríki-Este (18. desember 186328. júní 1914) var meðlimur keisarafjölskyldunnar af ætt Habsborgara, bróðursonur keisarans Frans Jósefs og erfingi krúnunnar.[1]

Hann hafði fyrirætlanir um að slavneskir hlutar keisaradæmisins yrðu sjálfstætt konungsríki á borð við hin tvö (Austurríki og Ungverjaland) undir stjórn Króata. Hluti þessa nýja konungsríkis yrði Bosnía-Hersegóvína. Hann leit á þetta sem vörn gegn útþenslustefnu Serba. Sökum þessa varð hann óvinsæll, bæði meðal íhaldsmanna innan keisaradæmisins, og utan þess meðal serbneskra þjóðernissinna.

Þann 28. júní 1914 voru hann og kona hans myrt í Sarajevó af Gavrilo Princip sem var meðlimur í samtökum Bosníu-Serba sem börðust fyrir sameiningu Bosníu við Serbíu. Þessi atburður var einn þeirra sem hrundu fyrri heimsstyrjöldinni af stað.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Morðið í Sarajevo“. Morgunblaðið. 19. febrúar 1984. bls. 56–58.
  2. Gunnar Þór Bjarnason (27. júní 2014). „Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?“. Vísindavefurinn. Sótt 1. júlí 2024.
  Þetta æviágrip sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.