Gavrilo Princip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Princip í fangelsi í Theresienstadt

Gavrilo Princip (serbnesk kyrillíska: Гаврило Принцип; 25. júlí 189428. apríl 1918) var Bosníuserbi sem barðist fyrir þann málstað að allir Suður-Slavar fengju sjálfstæði frá Austurríki-Ungverjalandi og að Bosnía yrði hluti Serbíu. Hann myrti Frans Ferdinand erkihertoga, ríkisarfa Austurrísk-ungverska keisaradæmisins og eiginkonu hans, Soffíu af Hohenberg, þegar þau voru í opinberri heimsókn í Sarajevó 28. júní 1914. Atvikið, sem varð þekkt sem morðin í Sarajevó, varð til þess að Austurríki lýsti yfir stríði á hendur Serbum, sem aftur leiddi af sér fyrri heimsstyrjöldina.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þetta æviágrip sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.