Gavrilo Princip
Gavrilo Princip Гаврило Принцип | |
---|---|
Fæddur | 25. júlí 1894 |
Dáinn | 28. apríl 1918 (23 ára) |
Þekktur fyrir | Morðið á Frans Ferdinand erkihertoga |
Gavrilo Princip (serbnesk kyrillíska: Гаврило Принцип; 25. júlí 1894 – 28. apríl 1918) var Bosníuserbi sem barðist fyrir þann málstað að allir Suður-Slavar fengju sjálfstæði frá Austurríki-Ungverjalandi og að Bosnía yrði hluti Serbíu. Hann myrti Frans Ferdinand erkihertoga, ríkisarfa Austurrísk-ungverska keisaradæmisins og eiginkonu hans, Soffíu af Hohenberg, þegar þau voru í opinberri heimsókn í Sarajevó 28. júní 1914.[1] Atvikið, sem varð þekkt sem morðin í Sarajevó, varð til þess að Austurríki lýsti yfir stríði á hendur Serbum, sem aftur leiddi af sér fyrri heimsstyrjöldina.[2]
Princip var dæmdur fyrir morðið á Frans Ferdinand í lok október 1914 ásamt fjórum samverkamönnum sínum. Þar sem hann hafði ekki verið 20 ára þegar hann framdi morðið mátti ekki dæma hann til dauða samkvæmt austurrískum lögum. Því var Princip dæmdur í 20 ára fangelsi, sem var hámarks refsing. Hann var sendur í fangelsi í Theresiendstadt, sem er í norðvesturhluta núverandi Tékklands. Aðbúnaður þar var slæmur og Princip þjáðist þar bæði af næringarskorti og sýktist af berklum sem leiddu til þess að taka þurfti af honum annan handlegginn. Princip lést í fangelsinu þann 28. apríl árið 1918.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Morðið í Sarajevo“. Morgunblaðið. 19. febrúar 1984. bls. 56–58.
- ↑ Gunnar Þór Bjarnason (27. júní 2014). „Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?“. Vísindavefurinn. Sótt 1. júlí 2024.
- ↑ Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir (31. mars 2015). „Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?“. Vísindavefurinn. Sótt 1. júlí 2024.