Framhlaupsjökull
Útlit
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Framhlaupsjökull.
Framhlaupsjökull er skriðjökull sem hleypur fram með margföldum hraða (10-1000 sinnum hraðar en venjulega). Í framhlaupum flyst mikill ís frá efri hluta jökulsins að jökulsporði. Einkenni framhlaupsjökla er að milli hlaupa hreyfast jaðar og jökulsporðar jöklana lítil sem ekkert. Þekktasti framhlaupsjökull á Íslandi er Brúarjökull sem gengur norður úr Vatnajökli. Framhlaupsjöklar móta umhverfið, þeir bera fram mikið set og aflaga setlög og búa til krákustígsása. Hraukarnir í Kringilsárrana mynduðust við framhlaup Brúarjökuls árið 1890. Talið er að Eyjabakkajökull muni hlaupa fram á næstu árum.[1]
Tilvitnanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Morgunblaðið 30. júlí 2008 bls. 8