Fara í innihald

Fróðárheiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fróðárheiði

Fróðárheiði er heiði á utanverðu Snæfellsnesi austan Snæfellsjökuls. Þjóðvegur 54 (Snæfellsnesvegur) liggur um heiðina frá Búðahrauni til Fróðársveitar, austan við Ólafsvík. Sunnan megin við heiðina liggja vegamótin upp á hana skammt frá Búðum, en að norðan skammt austan við Ólafsvík. Á heiðinni er verulega snjóþungt og veðrasamt skarð en vegurinn fer hæst í 361 m hæð yfir sjávarmáli þar sem hann fer hjá Rjúpnaborgum. Reimt mjög hefur þótt á Fróðárheiði og eru til um það margar sögur.

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.