Fara í innihald

Fræbbblarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 17. júlí 2023 kl. 13:55 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2023 kl. 13:55 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) (top: uppfæri gildi tónlistarsniðs using AWB)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fræbbblarnir
UppruniKópavogur, Ísland
Ár1978 – 1983
1996 - Í dag
StefnurPönk, Rokk og Popp
MeðlimirValgarður Guðjónsson
Arnór Snorrason
Þorsteinn Hallgrímsson
Guðmundur Þór Gunnarsson
Helgi Briem
Ríkharður H. Friðriksson
Iðunn Magnúsdóttir
VefsíðaFraebbblarnir.com

Fræbbblarnir er elsta íslenska pönkhljómsveitin, stofnuð árið 1978 í Menntaskólanum í Kópavogi og var upphaflega ætlað að spila aðeins einu sinni. Stofnendur hljómsveitarinnar voru þeir Stefán Karl Guðjónsson, Valgarður Guðjónsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Hálfdan Þór Karlsson og Barði Valdimarsson en hljómsveitin hefur gengist undir miklar mannabreytingar í gegnum tíðina. Sveitin var virk frá árunum 1978 - 1983, kom aftur saman árið 1996 og hélt nýlega upp á 35 ára starfsafmæli sitt. Sveitin er þekkt fyrir hröð og melódísk lög en alls hafa Fræbbblarnir gefið út níu plötur á ferlinum, þrjár smáskífur, fimm breiðskífur og eina safnplötu.

Árin 1978 til 1983

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir þann 25. nóvember 1978 á Myrkramessu, menningarhátíð MK og var það gert til þess að ná sér niður á þáverandi skólameistara, en áður fyrr hafði Myrkramessan einkennst aðallega af kórsöng og ljóðalestri.[1] Eftir tónleikana var ekki áætlunin að halda áfram samspilinu en samstarfið var framlengt örlítið því gera átti sjónvarpsþátt um menntaskólalíf sem sýna átti í sjónvarpinu. Eftir það var ekki aftur snúið og hljómsveitin var formlega stofnuð.

Fræbbblarnir sóttu innblástur sinn frá erlendum pönk hljómsveitum eins og The Clash, Ramones og Stranglers en engar íslenskar pönk hljómsveitir voru starfrækar. Þeir áttuðu sig fljótlega á því að pönk og nýbylgjurokk átti miklar vinsældir að sækja til ungmenna sem voru löngu komin með nóg af því sem var að gerast í íslensku tónlistarlífi.

„Fyrst þegar við vorum að byrja fannst okkur við vera að þröngva okkur uppá fólk. En eftir Borgina og sérstaklega eftir að við spiluðum í Fellahelli, þá finnum við að við eigum hljómgrunn hjá fólki. Pönkið er það sem ungt fólk vill, og nú eru pönkgrúppur að spretta um allan bæ [...] það er hér fullt af fólki sem er orðið leitt á því sem í kringum það er. Það er búið að fá leið á plastsælunum. Þessu helvítis væli einsog þetta sem er spilað í útvarpinu.“ [2]

Fræbbblarnir skilgreindu sig sjálfa þó aldrei sem “nýbylgjuhljómsveit” og sögðu meðal annars í viðtali:

„Við erum fyrst og fremst popprokkhljómsveit. Við viljum segja skilið við nýbylgjuhugtakið, við spilum okkar eigin músík en fylgjum ekki tískunni.“[3]

Fyrsta plata sveitarinnar var smáskífan False Death sem kom út árið 1980. Sama ár komu út breiðskífan Viltu Nammi, Væna sem vakti mikla lukku. „Besta tímabil Fræbbblanna var í kringum útkomu stóru plötunnar Viltu Nammi, Væna. Þá var tónlist þeirra fersk og kraftmikil og þeir héldu fjölmarga frábæra hljómleika.“[4] Ári seinna gáfu Fræbbblarnir út plötuna Bjór, fjögurra laga smáskífu og síðustu tvær plötur sveitarinnar; Poppþéttarmelódíur í rokkréttusamhengi og Warkweld In The West komu svo út árið 1982. Eftir það spiluðu Fræbbblarnir lítið saman á tónleikum og hættu fljótlega í byrjun árs 1983.

Fræbbblarnir komu fram í myndinni Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson og var þeirra ávalt minnst sem kröftugri pönk/popprokkhljómsveit með öfluga sviðsframkomu.

Endurkoma árið 1996

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1996 voru þeir Valgarður Guðjónsson, Stefán Karl, Arnór Snorrason og Tryggvi Þór í hljómsveitinni Glott ásamt Ellerti Ellertssyni á bassa. Þeir æfðu oft gömul Fræbbblalög og í kjölfarið kom óvænt út safnplatan Viltu Bjór, Væna. Þar fengu þeir til liðs við sig þær Iðunni Magnúsdóttur, Brynju Scheving og Kristínu Reynisdóttur til þess að syngja bakraddir og í kjölfarið hóf hljómsveitin aftur samstarf sitt. Sveitin gaf á næstu árum út plöturnar Dásamleg sönnun um framhaldslíf (2000) og Dót (2004) og spilar reglulega á tónleikum ásamt því að hafa haldið upp á 35 ára starfsafmæli 25. nóvember 2013.

Mannabreytingar

[breyta | breyta frumkóða]

Sveitin hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar frá upphafi en fjölmargir tónlistarmenn hafa spreytt sig með hljómsveitinni. Hér að neðan má sjá lista bæði núverandi og fyrrverandi meðlima Fræbbblana, sumir hverja sem spiluðu aðeins einu sinni.

Núverandi
Fyrrverandi
  • Stefán Karl Guðjónsson: trommur (1978-2009)
  • Kristín Reynisdóttir: bakrödd (1996-2005)
  • Brynja Scheving: bakrödd (1996-2005)
  • Dagný Zoëga: bakrödd (1978)
  • Óskar Þórisson: söngur (1978)
  • Ellert Ellertsson: bassi (1996-2000)
  • Tryggvi Þór Tryggvason: gítar (1980-1982, 1996-2000)
  • Hjörtur Howser: hljómborð (1982)
  • Sigurður Dagsson: gítar (1983)
  • Snorri Björn Arnarson: gítar (1983)
  • Steinþór Stefánsson: bassi (1980-1983)
  • Kristinn Steingrímsson: gítar (1981-1982)
  • Þorsteinn Hallgrímsson: bassi (1978-1980)
  • Ari Einarsson: gítar (1979-1980)
  • Hálfdán Þór Karlsson: gítar (1978)
  • Barði Valdimarsson: söngur (1978)

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]
  • False Death, smáskífa, (1980)
  • Viltu Nammi, Væna, (1980)
  • Bjór, smáskífa, (1981)
  • Poppþéttar melódíur í rokkréttu samhengi, (1982)
  • Warkweld In The West, smáskífa, (1982)
  • Viltu Bjór, Væna, safnplata, (1996)
  • Dásamleg sönnun um framhaldslíf, (2000)
  • Dót, (2004)
  • Í hnotskurn, (2015)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Friðrika Benónýsdóttir. „Ætluðu að ná sér niðri á skólameistara“, Vísir.is.
  2. Páll Pálsson. „Þetta er bara helvítis væl“, Helgarpósturinn.
  3. Árni Daníel. „„Erum ekki nýbylgjuhljómsveit““, Vikan.
  4. Höfundur óþekktur. „Fræbbblarnir hætta“, Vikan.