Leikfang
Útlit
(Endurbeint frá Dót)
Leikfang er hlutur sem notaður er við leik barna, fullorðinna, eða gæludýra. Ótal tegundir af leikföngum eru framleidd til að skemmta og stytta mönnum (og dýrum) stundir. Leikföng eru þó ekki alltaf sérhönnuð sem leikföng. Til dæmis finnst mörgum börnum gaman að leika sér að pottum og pönnum, og fyrr á tímum léku íslensk börn sér að legg og skel.
Leikföng hafa tíðkast frá öræfa alda, og fundist hafa litlir vagnar og önnur leikföng sem eru að minnsta kosti 3.500 ára gömul. Eins er til í dæminu að hlutir sem líta út eins og leikföng séu eingöngu framleiddir til að prýða hillur og verða strax að nokkurskonar safngripum.