Íransþing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þingsalur íranska þingsins.

Íransþing, Majlis eða formlega íslamska ráðgjafarþingið (persneska: مجلس شورای اسلامی‎‎ Majles-e Showrā-ye Eslāmī) er löggjafarþing Írans. Það er skipað 290 þingmönnum. Þar af eru fjórtán sæti frátekin fyrir trúarlega minnihlutahópa. Þingið var sett á stofn í stjórnarskrá Írans frá 1906 og sat upphaflega í tveimur deildum. Konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Íransþings í Hvítu byltingunni árið 1963. Eftir írönsku byltinguna 1979 var öldungadeildinni skipt út fyrir Vaktmannaráðið sem hefur neitunarvald gagnvart löggjöf þingsins á grundvelli stjórnarskrárinnar og íslamskra laga.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.