Flugslysið í Ljósufjöllum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Piper PA-23-250 Aztec vél, sambærileg þeirri sem fórst.

Flugslysið í Ljósufjöllum var flugslys sem varð 5. apríl 1986 um klukkan 13:26 er Piper PA-23-250 Aztec vél Flugfélagsins Ernis, TF-ORM, brotlenti í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi.[1] Flugvélin var í leiguflugi frá Ísafirði til Reykjavíkur og með henni voru sex farþegar, þar af hjón með 11 mánaða gamalt barn, ásamt flugmanni.[2] Talið er að flugvélin hafi lent í niðurstreymi og steypst niður í hlíðar Ljósufjalla, suður af Sóleyjardal.

Flak vélarinnar fannst í norðurhlíðum Ljósufjalla, í 700 metra hæð, rétt fyrir miðnætti sama dag. Menn frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík komust fyrstir á slysstað og voru þá þrír farþegar á lífi í flakinu en einn farþeginn lést í snjóbíl á leið niður af fjallinu.[3]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Tveir komust lífs af". Tíminn. 8. apríl 1986. Skoðað 22. maí 2018.
  2. „Þrýsti barninu að mér og reyndi að verja konuna mína". Morgunblaðið. 9. apríl 1986. Skoðað 22. maí 2018.
  3. „Ísing og niðurstreymi orsök flugslyssins?". Dagblaðið Vísir. 7. apríl 1986. Skoðað 22. maí 2018.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]