Fara í innihald

Flora Islandica

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flora Islandica er bók gefin út af útgáfufélaginu Crymogea árið 2008, sem sýnir 271 flóruteikningar Eggerts Péturssonar í upprunalegri stærð ásamt texta Ágústs H. Bjarnasonar um viðkomandi háplöntu. Bókin er 560 blaðsíður, 301mm x 403mm að stærð og var aðeins gefin út í 500 tölusettum eintökum, árituðum af Eggerti. Bækurnar voru handinnbundnar og í vönduðum línklæddum viðarkassa.

„Fallegasta bók í heimi“[breyta | breyta frumkóða]

Á listasýningunni KODDU í Nýlistasasafninu 2011 var eitt listaverk undir heitinu „Fallegasta bók í heimi“ eftir sýningarstjórana. Verkið var að hluta unnið úr Flora Islandicu, en í því liggur bókin útötöð matarleifum á púlti. Vegna kvartana frá útgáfustjóranum Kristjáni B. Jónassyni var listaverkið fjarlægt tímabundið af sýningunni og spunnust af því deilur um tjáningarfrelsi og sæmdarrétt.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]