Fara í innihald

KODDU

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

KODDU (einnig skrifað Koddu) er umdeild listasýning sem upphaflega átti að opna í Listsafni Árnesinga í Hveragerði 4. nóvember 2010, en var loks opnuð í Nýlistasafninu og Allianz húsinu í Reykjavík 16. apríl 2011 og stóð til 15. maí. Efni sýniningarinnar var ímynd þjóðarinnar, m.a. birtingarmyndir og tákngervingar góðærisins, fyrir bankahrunið á Íslandi 2008. Um 30 Íslenskir listarmenn áttu verk á sýnigunni, þ.á m. Hannes Lárusson. Sýningarstjórar voru auk Hannesar þau Ásmundur Ásmundsson og Tinna Grétarsdóttir.

Vegna kvartana frá bókaútgáfunni Crymogea var listaverkið „Fallegasta bók í heimi“ eftir sýningarstjórana fjarlægt af sýningunni. (Nokkur önnur verkanna á sýningunni voru einnig unnin sérstaklega af sýningarstjórn.) Í framhaldinu var sýningunni í Nýlistasafninu lokað ótímabundið. Fallegasta bók í heimi var tekin til sýningar í Alliance-húsinu 26. apríl. Daginn eftir barst krafa frá útgáfustjóra Crymogea, Kristjáni B. Jónassyni, um að verkið yrði fjarlægt og því eytt. Ekki var orðið við þeirri ósk og málið var niður falla.

Heiti sýningarinnar er afbökun á upphrópuninniKomdu!“. Sýningin var styrkt af Thyssen-Bornemisza Art Contemporary.