Fleiðurdumba
Útlit
Fleiðurdumba | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sýni af fleiðurdumbu úr safni. Á myndinni sést C+ rauð þalsvörun fléttunnar.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Melanelixia subaurifera | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Melanelia subaurifera (Nyl.) Essl. |
Fleiðurdumba[3] (fræðiheiti: Melanelixia subaurifera) er flétta af litskófarætt. Fleiðurdumba vex á trjáberki og á klettum. Hana er helst að finna á klettum á Vesturlandi en einnig í Hallormsstaðaskógi.[3]
Þal fléttunnar er ólífugrænt eða grænbrúnt að ofan en svart að neðan og gjarnan alsett hraufum með hvítum hraufukornum. Gróin eru átta í aski, glær, einhólfa, sporbaugótt, 9-12 x 5,5-7 µm að stærð.[3]
Þalsvörun fleiðurdumbu er K-, C+ rauð, KC+ rauð, P-. Hún inniheldur fléttuefnið lecanorinsýru.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
- ↑ Rambold G. (ritstj.) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (útg. des. 2015). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 2019 Annual Checklist (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 Flóra Íslands (án árs). Fleiðurdumba - Melanelixia subaurifera. Sótt þann 30 ágúst 2019.