Fjöll yfir 8000 metra hæð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetningarkort.

Fjöll yfir 8000 metrum eru 14 talsins og eru þau öll í Himalaja- og Karakoram-fjöllum í Suður-Asíu. Toppar fjallanna eru í svokölluðu dauðasvæði þar sem súrefni er af mjög skornum skammti.

Fyrsta tilraun til að klífa fjall yfir 8000 metra var árið 1895 þegar Albert F. Mummery og J. Norman Collie reyndu að klífa Nanga Parbat. Tilraunin mistókst og dó Mummery ásamt tveimur Gurkah-fylgdarmönnum. Fyrsta atlagan sem heppnaðist var þegar Frakkarnir Maurice Herzog og Louis Lachenal klifu topp Annapurna árið 1950. En árið 1953 klifu Tenzing Norgay og Edmund Hillary Mount Everest, hæsta fjall heims, fyrstir manna.

Reinhold Messner frá Ítalíu varð fyrstur manna árið 1986 til að klífa öll fjórtán fjöllin og það án aukasúrefnis. Fyrsta konan til að klífa öll fjöllin var hin spænska Edurne Pasaban árið 2010. Ári eftir varð hin austurríska Gerlinde Kaltenbrunner sú fyrsta til að klífa þá án aukasúrefnis. Ítalía og Suður-Kórea eru með flesta fjallgöngumenn sem hafa lokið við að klífa fjöllin eða hvort um sig 5 manns.

Listi[breyta | breyta frumkóða]