Finnbogi Rútur Valdimarsson
Finnbogi Rútur Valdimarsson (fæddur 24. september 1906 í Fremri-Arnardal við Skutulsfjörð, lést 19. mars 1989) var ritstjóri Alþýðublaðsins 1933-38, varaoddviti og oddviti Seltjarnarneshrepps, oddviti Kópavogshrepps, fyrsti bæjarstjóri Kópavogskaupstaðar, alþingismaður 1949-63 og bankastjóri Útvegsbanka Íslands 1957-72. Túnið Rútstún var nefnt eftir honum. Hann var jafnframt einn stofnenda prentsmiðjunnar Odda.
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Kona hans, Hulda Jakobsdóttir varð fyrst kvenna bæjarstjóri á Íslandi, en hún tók við bæjarstjórastöðunni af Finnboga. Þau hjónin voru svo kjörin fyrstu heiðursborgarar Kópavogs 8. október 1976. Eitt barna þeirra, Hulda Finnbogadóttir, náði kjöri sem bæjarfulltrúi í Kópavogi í kosningunum 1986.
Finnbogi var bróðir Hannibals Valdimarssonar og tengdafaðir Styrmis Gunnarssonar fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins.
Fyrirrennari: Oddviti Kópavogshrepps Hann sjálfur |
|
Eftirmaður: Hulda Dóra Jakobsdóttir |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Adolf J. E. Petersen (ritstj.) (1983). Saga Kópavogs - Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. Lionsklúbbur Kópavogs.
- Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson (ritstj.) (1990). Saga Kópavogs - Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985. Lionsklúbbur Kópavogs.
- Hrafn Sveinbjarnarson (ritstj.) (2008). "Finnbogi Rútur Valdemarsson, oddviti Kópavogshrepps" Ársrit Héraðsskjalasafns Kópavogs 2006-2007. Héraðsskjalasafn Kópavogs.