Oddi (prentsmiðja)
Jump to navigation
Jump to search
Oddi er prentsmiðja sem stofnsett var árið 1943 af Finnboga Rút Valdimarssyni, Baldri Eyþórssyni, Ellert Ágúst Magnússyni og Björgvin Benediktssyni. Hún var í fyrstu til húsa í Ásmundarsal við Freyjugötu. Síðar fluttist hún að Grettisgötu, þaðan á Bræðraborgarstíg og loks að Höfðabakka 7. Oddi er langstærsta prentsmiðja landsins og sinnir margháttuðum prentverkefnum, einkum umbúðagerð.