Oddi (prentsmiðja)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Oddi er prentsmiðja sem stofnsett var árið 1943 af Finnboga Rút Valdimarssyni, Baldri Eyþórssyni, Ellert Ágúst Magnússyni og Björgvin Benediktssyni. Hún var í fyrstu til húsa í Ásmundarsal við Freyjugötu. Síðar fluttist hún að Grettisgötu, þaðan á Bræðraborgarstíg og loks að Höfðabakka 7. Oddi er langstærsta prentsmiðja landsins og sinnir margháttuðum prentverkefnum, einkum umbúðagerð.