Seltjarnarneshreppur
Útlit
Seltjarnarneshreppur hinn forni náði frá Gróttu, sem þá var breitt nes en ekki eyja, að Elliðaám og austur með þeim til fjalla. Hreppurinn náði þvert yfir nesið, frá Kollafirði suður í Skerjafjörð. Jörðin Kópavogur var í Seltjarnarneshreppi og það var Reykjavík vitaskuld einnig. Nú eru bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur um Eiðisvík að norðan og Lambastaðamýri að sunnan.