Fingurbjörg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fingurbjörg
Der Fingerhüter (Fingurbjargasmiðurinn) frá Das Ständebuch 1568

Fingubjörg er keilulaga hetta, sem hlífir fingri þegar nál er ýtt í gegnum efni þegar setið er við sauma. Ofanlukt fingurbjörg er oft notuð við saumaskap en einnig notuðu klæðskerar fingurbjargir sem voru opnar annað hvort að ofan eða á hlið til að hafa betri stjórn á efninu. Fingurbjargir eru vanalega úr málmi, leðri, gúmmí, tré og jafnvel úr gleri eða postulíni. Fornar fingurbjargir voru stundum úr hvalbeini, horni eða fílabeini. Stundum voru fingurbjargir skreyttar með eðalsteinum eða emaleraðar. Gamla enska orðið þȳmel hefur orðið að nútímaenska orðinu thimble, sem haft er um fingurbjörg, en rætur þess er að finna í hinu norræna orði þumall.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Dönsk fingurbjörg frá um 1730

Árið 1693 setti hollenskur maður John Lofting að nafni upp fingurbjargarverksmiðju í Islington í London, Englandi. Hann flutti seinna verksmiðjuna til sýslunnar Buckinghamshire til að gera notað vatnsafl við framleiðsluna og gat þá framleitt meira en tvær milljónir fingurbjarga á ári. Fingurbjargarframleiðsla fluttist seinna til Birmingham og framleiðslan breyttist þannig að málmplötur voru hamraðar og fingurbjargir urðu lengri og þynnri. Á sama tíma jókst magn af ódýru silfri frá Suður-Ameríku og fingurbjargir urðu í fyrsta skipti vinsælar.

Í fyrstu voru fingurbjargir notaðar við saumaskap til að ýta þráð gegnum efni eða leður en þær eru einnig notaðar á öðrum sviðum. Silfurfingurbjargir þóttu viðeigandi gjöf fyrir hefðarkonur.

Eldra Meissen postulín og flúraðar og skreyttar gullfingurbjargir voru gefnar sem djásn og voru alls ekki heppilegar og þægilegar í saumaskap. Á 19. öld voru fingurbjargir einnig notaðar sem mælieining fyrir litla skammta af vökva (áfengi). Vændiskonur notuðu einnig fingurbjargir til að berja á glugga og tilkynna komu sína. Skólastýrur notuðu fingurbjargir líka til að berja á höfuð óþekkra nemenda. Fingurbjargir voru hamraðar í höndum þangað til um 1850 þegar vélar tóku við því. Eldri fingurbjargir eru þykkar og ávalar efst en nýrri gerð er þynnri og toppurinn flatari.

Fingurbjargarsöfnun varð vinsæl á Bretlandseyjum þegar mörg fyrirtæki létu framleiða sérstakar fingurbjargir fyrir heimssýninguna í Kristalshöllinni í Hyde Park í London.

Algengt var að smíða fingurbjargir úr silfri á 19. öld en það kom í ljós að silfur er of mjúkur málmur og dældast af flestum gerðum saumnála. Skartgripasalinn Charles Horner leysti það vandamál með því að framleiða fingurbjargir úr stáli sem voru húðaðar að utan sem innan með silfri svo þær bæði þættu fallegar og nýttust við sauma. Hann kallaði fingurbjargarhönnun sína Dorcas og sækjast safnarar nú eftir slíkum fingurbjörgum.

Eldri gerðir af bandarískum fingurbjörgum úr hvalbeini eða tönn og skreyttar smámyndum eru eftirsóttir safngripir. Í fyrri heimsstyrjöldinni var silfurfingurbjörgum safnað og þær bræddar til að kaupa búnað fyrir sjúkrahús. Algengt var að fingurbjörg úr sandalviði væri höfð í verslunum sem seldu efni til sauma og var það til að halda frá möl. Fingurbjargir hafa einnig verið notaðar sem tryggðarpantur í ástum og til að minnast mikilvægra viðburða. Fólk sem safnar fingurbjörgum er þekkt sem digitabulistar. Sú hjátrú er á fingurbjörgum að ef þú færð gefist meira en þrjár þá munir þú aldrei giftast.

Níu feta höggmynd af risafingurbjörg á tölum. Minnismerki um fataverksmiðjuhverfið í Toronto
Blaðsíðum flett með því að nota fingurhlíf.

Fingurhlífar eða gúmmífingurbjargir sem oftast eru úr gúmmí voru notaðar fyrst og fremst til að blaða í gegnum og telja skjöl, peninga, miða og eyðublöð. Þær varna því einnig að fólk skeri sig á pappír. Slíkar fingurhlífar endast ekki lengi og er fleygt.

Í einni gerð af borðspilinu Matador sem fyrst var búið til árið 1904, var fingurbjörg ein af átta hefðbundnum leikhlutum úr málmi og var notuð til að merkja stöðu spilara á leikspjaldinu. Ævintýrapersónan Pétur Pan fær fingurbjargir að gjöf en hann heldur að þær séu kossar. Í myndinni Batman Returns frá 1992 þá notar kattarkonan fingurbjargir til að festa klærnar á. Sagan um teiknimyndasöguhetjuna Stjána blá (Popeye) var upphaflega kölluð Fingurbjargarleikhúsið með Stjána bláa. Sögupersónan Elizabeth í tölvuleiknum Bioshock Infinite notar fingurbjörg til að hylja afhöggvinn litlafingur. Myndabandasöfn og söfn af vídeóklippum eru oft kölluð fingurbjargarsöfn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]