Fenjakrókódíll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fenjakrókódíll

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Ættbálkur: Krókódílaættbálkur (Crocodilia)
Ætt: Krókódílaætt (Crocodylidae)
Undirætt: Crocodylinae
Ættkvísl: Crocodylus
Tegund:
C. palustris

Tvínefni
Crocodylus palustris
Lesson, 1831
Útbreiðsla Crocodylus palustris
Útbreiðsla Crocodylus palustris

Fenjakrókódíll (eða persneski krókódíllinn) (fræðiheiti: Crocodylus palustris) er krókódílategund sem er að finna á Indlandi, Pakistan og Srí Lanka. Hann er einnig að finna í hluta Nepals og Írans. Á ensku nefnist fenjakrókódíllinn Mugger Crocodile, en „mugger“ er ensk ummyndun á orðinu magar á Hindí sem merkir „vatnaskrímsli“. Í Nýjum dýrheimum (The Second Jungle Book) eftir Rudyard Kipling, sem Gísli Guðmundsson þýddi á íslensku, kemur fyrir fenjakrókódíll. Gísli nefnir í þýðingu sinni tegundina mugg (nf. muggur).

Fenjakrókódíll getur orðið allt að fimm metra langur. Hann hefur átt það til að ráðast á fólk, en þó aðallega börn.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.