Fógetagarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fógetagarðurinn (eða Bæjarfógetagarðurinn) er garður við Aðalstræti í miðborg Reykjavíkur, suður af Miðbæjarmarkaðnum og austur af Hótel Uppsölum. Þar var afhjúpuð stytta af Skúla Magnússyni á vegum Verslunamannafélags Reykjavíkur þann 18. ágúst 1954, en styttan er verk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Nafnið Fógetagarður er ekki til komið vegna Skúla, heldur á sér aðra sögu. Garðurinn var á 19. öld frægur tilraunagarður með hinar ýmsu garðjurtir og tré, en þá bjó Schierbeck landlæknir á reitnum og varð fyrir dugnað hans að gróðursælasti stað í Reykjavík. Þegar hann flutti til Danmerkur 1894 eignaðist Halldór Daníelsson bæjarfógeti, áður yfirdómari fljótlega garðinn. Önnuðust þau hjónin Halldór og Anna María kona hans garðinn lengi af mestu kostgæfni og hlaut hann þá nafnið Bæjarfógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem áður var Víkurkirkjugarður, elsti kirkjugarður Reykjavíkur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.