Fara í innihald

Estri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnatákn fyrir karboxýlsýruestra. R og R' tákna alkýl- eða arýlhóp.

Estri er efnasamband sem verður til þegar oxósýra hvarfast við hýdroxýl á borð við alkóhól eða fenól. Estrar tilheyra sýruafleiðum og eru oftast myndaðir úr karboxýlsýru og alkóhóli.

Estrar eru algeng efni: Margar náttúrulegar olíur eru estrar myndaðir úr fitusýru og glýseróli. Estrar með lágan mólmassa koma fyrir í ilmkjarnaolíum og ferómónum. Fosfórtvíestertengi eru uppistaðan í DNA-erfðaefni lífvera. Nítratestrar eins og nítróglýserín eru þekktir fyrir sprengfimi og pólýestrar eru mikilvæg plastefni.