Alkóhól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um hugtakið í efnafræði. Alkóhól getur einnig vísað til áfengis.

Alkóhól eru afleiður vatns (H—O—H), sem einkennast af skautuðum hýdroxýl hóp, þar sem að lífrænir hópar hafa skipt út öðru vetnisatóminu. Alkóhól hafa því formúluna: R—OH; þar sem R táknar „leif“ (enska „residue“).

Dæmi um alkóhól:

Í almennu tali er oftast átt við vínanda þegar talað er um alkóhól.

Samkvæmt nafnakerfi IUPAC enda nöfn alkóhóls á –ól og hliðargreinar fá forskeytið hydroxy–. Alífatísk alkóhól hafa almennu formúluna .

Einfaldasta ómettaða alkóhólið er etenól, einnig þekkt sem vínýlalkóhól':

Einfaldasta arómatíska alkóhólið er fenól (fenýlalkóhól).

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.