Fara í innihald

Ertuygla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ceramica pisi

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Hexapoda
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Yfirætt: Noctuoidea
Ætt: Ygluætt (Noctuidae)
Undirætt: Hadeninae
Ættkvísl: Ceramica
Tegund:
C. pisi

Tvínefni
Ceramica pisi
Linnaeus, 1758
Samheiti
  • Melanchra pisi

Ertuygla[1] (fræðiheiti Melanchra pisi eða Ceramica pisi) er mölfluga sem lifir á jurtum af ertublómaætt. Ertuygla hefur sést í auknum mæli á Íslandi frá aldamótum. Hún er algeng um sunnanvert Ísland. Fullorðin fiðrildi eru á ferli á vorin og fyrri hluta sumars og verpa þá og lirfur klekjast úr eggjum. Í ágúst ná lirfurnar fullum vexti, hverfa niður í gróðursvörðinn og púpa sig. Fullþroska fiðrildi skríða úr púpunum að vetri loknum. Vænghafið er 32–37 mm.

Lirfan hélt sig hérlendis í fyrstu einkum við lúpínu[2] en hefur síðari ár orðið skaðvaldur í skógrækt einkum hvað varðar víði, greni og ösp. Lirfum er eytt með breiðvirku eitri eins og Permasect sem drepur skordýr eða sérvirkum bakteríum sem hafa eingöngu áhrif á fiðrildalirfur eins og Bt (Bacillus thuriengensis).

Ertuygla er skyld grasyglu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ertuygla Náttúrufræðistofnun Íslands
  2. Skógræktin. „Ertuygla“. Skógræktin. Sótt 11. september 2020.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.