Fara í innihald

Síder

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eplavín)
Sídersglas

Síder eða eplavín er áfengur drykkur úr ávaxtasafa sem hefur verið látinn gerjast í nokkurn tíma. Við gerjun myndast áfengi í safanum sem telst til 1,2% til 8,5% heildarmagns vörunnar. Síder er yfirleitt framleiddur úr eplasafa en getur líka verið framleiddur með perum eða ferskjum. Stundum er eplasafi blandaður öðrum ávaxtasöfum til að gefa öðruvísi bragð, t.d. hindberum eða jarðarberjum. Síder má framleiða úr hvers konar eplum sem er en helsta afbrigðið sem notað er heitir síderepli.

Síder er nokkuð vinsæll á Bretlandi, sérstaklega í Vestur-Miðhéruðum, Suðvestur-Englandi og Austur-Anglíu. Bretar neyta meiri síders á mann en allar aðrar þjóðir og heimsins stærstu síderframleiðendur eru breskir. Stærsti síderframleiðandinn heitir H. P. Bulmer. Frá og með 2006 framleiðir Bretland 600 milljónir litra af síder á ári. Í dag er mikill síder framleiddur úr eplaþykkni frekar en ferskum eplum, og getur innihaldið sætuefni og bragðefni.

Síder er líka vinsæll í nokkrum öðrum evrópskum löndum, einkum á Írlandi og í Norður-Frakklandi (Bretagne og Normandí). Á Spáni er síder vinsælastur í Asturías, Baskalandi og Galisíu. Í Þýskalandi nýtur síder vinsælda á svæðunum Rínarland-Pfalz og Hessen. Þó að Pólland sé stærsti eplaframleiðandi Evrópu er hann ekki mjög vinsæll þar en neysla hans fer vaxandi. Síder er líka vinsæll í Svíþjóð þar sem nokkur vörumerki er að fá.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.