Ensími (hljómsveit)
Ensími | |
---|---|
Uppruni | Hafnarfjörður, Íslandi |
Ár | 1996–í dag |
Stefnur | Rokk |
Útgáfufyrirtæki | Dennis/Skífan HITT/ Edda |
Meðlimir | Hrafn Thoroddsen Jón Örn Arnarson Franz Gunnarsson Guðni Finnsson Þorbjörn Sigurðsson Arnar Þór Gíslason |
Fyrri meðlimir | Jón Örn Arnarson Oddný Sturludóttir Kristinn Gunnar Blöndal |
Ensími er íslensk rokkhljómsveit úr Hafnarfirði sem var stofnuð árið 1996. Upphafsmenn og stofnendur voru Hrafn Thoroddsen og Jón Örn Arnarson en þeir voru áður í hljómsveitinni Jet Black Joe. Ensími hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 1999, annars vegar fyrir lag ársins í flokki popp/rokk (Atari af Kafbátamúsík) og hins vegar sem bjartasta vonin[1][2]. Árið 2003 stóð Ensími uppi sem sigurvegari í tónlistarspurningaþættinum Popppunkti[3].
Sveitin hefur gefið út plötur á íslensku og ensku. Ensími spilar melódískt rokk sem blandað er hljómborðum og rafrænum hljóðum.
Árið 2024 kom út platan Fuel to Escape eftir 9 ára hlé frá síðustu útgáfu sveitarinnar.
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]Núverandi
[breyta | breyta frumkóða]- Hrafn Thoroddsen - söngur, gítar og hljómborð
- Franz Gunnarsson - gítar og söngur
- Guðni Finnsson - bassi
- Þorbjörn Sigurðsson - hljómborð
- Arnar Þór Gíslason - trommur
Fyrrverandi
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Örn Arnarson - trommur
- Kjartan Róbertsson - bassi
- Oddný Sturludóttir - hljómborð og söngur
- Kristinn Gunnar Blöndal - hljómborð og söngur
Árið 2002, haustið fyrir tónlistarhátiðina Iceland Airwaves bættist Kristinn Gunnar Blöndal hjómborðsleikari og söngvari við hljómsveitina. Kristinn hefur spilað með hljómsveitum eins og Botnleðju, Sisona, Ó. Jónsson & Grjóni, Emmet, Múldýrinu og ensku hljómsveitinni Starlover[4]. Eftir að hljómsveitin fór í farsæla ferð til Texas í Bandaríkjunum árið 2003 að spila á virtu tónlistarhátiðinni South by Southwest (SXSW) sagði trymbillinn Jón Örn Arnarson skilið við sveitina. Í hans stað kom Arnar Gíslason sem hafði getið sér orðs með sveitum eins og Stolíu, Súrefni, Bang Gang og Dr. Spock [5].
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Kafbátamúsík (1998)
- BMX (1999)
- Ensími (2002)
- Gæludýr (2010)
- Herðubreið (2015)
- Fuel to Escape (2024)
Smáskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Tvær verur (2019)
- Hold hands (2022)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ https://glatkistan.com/2015/01/19/islensku_tonlistarverdlaunin_tonlistarvidburdur/
- ↑ https://www.ismus.is/tonlist/hopar/92/
- ↑ https://timarit.is/page/3711158#page/n29/mode/2up
- ↑ https://www.mbl.is/folk/frettir/2003/07/12/ensimi_komin_i_fluggir_nytt_blod_nyr_kafli/?sign=8
- ↑ https://www.mbl.is/folk/frettir/2003/07/12/ensimi_komin_i_fluggir_nytt_blod_nyr_kafli/?sign=8