Oddný Sturludóttir
Jump to navigation
Jump to search
Oddný Sturludóttir (fædd 12. ágúst 1976) er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún var borgarfulltrúi Samfylkingarinnar á árunum 2006-2014 og var formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Áður átti hún feril í listum en hún var meðlimur hljómsveitarinnar Ensími þar sem hún lék á hljómborð og söng. Hún er einn höfunda bókarinnar Dís sem gerð var kvikmynd eftir. Hún var einn handritshöfunda gamanþáttanna Stelpurnar.