Enska knattspyrnudeildarkerfið
Enska knattspyrnudeildarkerfið (oft kallað enski pýramídinn) samanstendur af 148 deildarkeppnum með 487 deildum og yfir 6.500 félögum. Efst í pýramídanum er Enska úrvalsdeildin sem inniheldur 20 lið þar sem þrjú lið falla niður og þrjú lið koma upp.
Þar fyrir neðan á pýramídanum eru þrjár deildir sem tilheyra Ensku knattspyrnudeildinni (English Football League) þær innihalda allar 24 lið. Næst efsta deild á Englandi er Enska meistaradeildin þar sem tvö efstu liðin fara beint upp og liðin í næstu fjórum sætum fara í umspil um þriðja og seinasta sætið upp um deild. Þrjú neðstu liðin falla niður um deild.
Enska fyrsta deildin er alveg eins og Enska meistaradeildin nema fjögur lið falla niður. Enska önnur deildin fara 3 efstu liðin beint upp um deild og næstu fjögur fara í umspil um fjórða og seinasta sætið upp um deild. Neðstu tvö liðin falla niður í utandeild.
Stig | Deildarkeppnir/Deildir | |||||
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Enska úrvalsdeildin | |||||
2 | Enska meistaradeildin | |||||
3 | Enska fyrsta deildin | |||||
4 | Enska önnur deildin | |||||
5 | National League | |||||
6 | National League North | National League South | ||||
7 | Northern Premier League Premier Division | Southern Football League Premier Division | Isthmian League Premier Division |