Endanleiki
Útlit
(Endurbeint frá Endanlegleiki)
Endanleiki í stærðfræði á við endanlega stærð, þ.e. stærð sem er ekki óendanleg. Um endanlegu stærðina x gildir að ||x|| < ∞, þar sem ||.|| táknar staðal, eða tölugildi ef stærðin er í mengi rauntalna.
Athuga ber að allar tölur eru endanlegar, þ.a. orðið endanleg tala er tvítekning, en er stundum notað til að leggja áherslu á að stærðir geta orðið óendanlegar í einhverjum skilningi. Hins vegar er notast við útvíkkaða rauntalnaásinn í örsmæðareikningi, því þar geta stærðir orðið óendanlegar.